Útkall vegna flugfarþega

24. okt. 2008

Eins og fram hefur komið í fréttum var aftakaveður á sunnanverðu landinu í gærkvöldi og nótt sem leið. Hafði þetta þau áhrif á millilandaflug að ekki var hægt að lenda í Keflavík og þurftu því þrjár vélar að lenda á Egilsstöðum og tvær á Akureyri.

Í flugstöðinni á Akureyri var ansi þröngt á þingi meðan verið var að finna út úr hvernig hægt væri að koma farþegunum fyrir yfir nóttina.
Var m.a. leitað til Rauða krossins um að hýsa hóp 60 skólakrakka frá Bretlandi og var undirbúið að taka á móti hópnum í húsnæði deildarinnar. Þegar til koma var síðan þetta boð afþakkað og hélt hópurinn til í flugstöðinni yfir nóttina. Gert var ráð fyrir að vélin með farþegana frá London fari frá Akureyri um klukkan 9.45 og ættu þá allir að komast á áfangastað.