Nedelljka Marijan gefur út ljóðabók

26. nóv. 2008

Út er komin ljóðabókin  “ Tár, kerti og blóm “ eftir Nedeljka Marijan.
Nedeljka kom til Akureyrar árið 2003 í hópi flóttamanna.  Hún hefur verið dugleg að semja ljóð og í bókinni eru 22 ljóð sem hún hefur samið frá þeim tíma er hún kom til Íslands.   Ljóðin eru bæði sett upp á íslensku og serbnesku  og  þar sem erfitt getur verið að þýða ljóð má segja að um 44 ljóð sé að ræða.
Höfundur segir í formála að bókin sé skrifuð til að segja lesendum frá tilfinningum sínum og hún sé skrifuð án aðstoðar við íslenskt ritmál. Þannig séu þær villur sem lesandi sér hluti af þeirri ósk höfundar að læra íslensku.
Fyrir áhugasama þá er bókin m.a. til sölu á skrifstofu Rauða krossins og kostar hún 2.000 kr.
Með leyfi höfundar birtist hér eitt ljóð úr bókinni.

 

Ég mun aldrei aftur hata snjó

Þetta er land víkinga
Af litlu kom mikið.
Ötllum þykir vænt um tré og blóm
Þess vegna er Ísland svona fatleg.
Á Íslandi hatar engin snjó
Líkt og þar sem ég áður bjó.
Íslendingar bera umhyggju hvort um annan
Mér liður eins og í draumaheimi.
Hver segir að lifið sé ekki fallegt
Ég munn aldrei aftur hata snjó.

Skrifað á Íslandi 07.04.2005