Föt sem framlag - fréttir frá Malaví

27. jan. 2009

Sl. mánudag fengum við ágæta heimsóknfrá Baldri Steini Helgasyn starfsmanni á alþjóðaviði hjá landsskrifstofu Rauða krossins.  Kom hann til að hitta  sjálfboðaliða í verkefninu “ Föt sem framlag “ og ræða við þá um verkefnið. Sýndi hann myndir frá því þegar fatapakkar sem sjálfboðaliðarnir höfðu útbúið voru afhentir í Malaví, og lýsti hann ferð pakkanna frá því þeir fara frá deildinni þar til þeir eru komnir í hendur kvenna í Malaví. 

Það var mjög gaman að heyra og sjá að pakkarnir væru komnir á áfangastað og að konurnar í Malaví væru ánægðar með það sem þær voru að fá. Það er alltaf gott að fá staðfestingu á því að þau verkefni sem verið er að vinna að skili árangri og um leið mikil hvatning til að halda áfram góða og skemmtilegu verkefni. Skoða má myndir frá afhendingu pakkana. Ljósmyndari: Anette Kays.