Föt sem framlag frá handverkskonum á Dalvík

27. apr. 2009

Handverkskonur á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík kölluðu eftir fulltrúum frá Rauða krossinum til að veita viðtöku 122 handprjónuðum teppum, í öllum regnbogans litum, og öðrum prjónavörum. Ekki er nema u.þ.b. ár síðan þær gáfu svipað magn til Rauða krossins.

Þau Símon Páll Steinsson formaður Dalvíkurdeildar og Guðný Björnsdóttir svæðisfulltrúi tóku á móti gjöfinni og þökkuðu konunum fyrir þeirra óeigingjarna starf.

Að því loknu voru vistmönnum sýndar myndir frá afhendingu á fatapökkum í Malaví frá síðasta ári og hlaut það góðar undirtektir.