Lestun gáms - Markaður

29. apr. 2009

Á dögunum var lestaður gámur með fatnaði sem safnast hafði undanfarnar vikur og mánuði.  Í framhaldinu, nánar tiltekið um kosningahelgina, var síðan haldinn markaður þar sem nýskapað gólfpláss er nýtt til hins ítrasta.  Markaðurinn sem og undibúningur hans gekk með ágætum enda handtökin farin að lærast og sjálfboðaliðahendurnar margar og fúsar.  Með hækkandi sól og vorkomu var hluti markaðarins færður út undir bert loft  og  hvorki tekið mark á opinberum hitamælum né regndropum í frjálsu falli. Til að lífga enn frekar upp á stemninguna var boðið upp lifandi músík. Var það eiginmaður eins sjálfboðaliðans sem starfaði við markaðinn mætti með harmonikkuna og tók nokkur lög.