Sæææll... ert ekki að grínast.

18. maí 2009

Nú þegar skólaárinu er um það bil að ljúka hjá grunnskólunum er ekki óalgengt að dagarnir séu nýttir í útikennslu og til að fara í vettvangsferðir. Þannig kom  t.d. þriðji bekkur úr Glerárskóla í heimsókn í Rauða krossinn í síðustu viku.  Krakarnir fengu fræðslu um Rauða krossinn og smá hressingu áður en þau héldu aftur af stað, en þau fóru auðvitað fótgangandi í milli. Eins og venjulega var bæði ýmislegt sem þau vissu og vissu ekki um Rauða krossinn og voru þau því bæði fús til að spyrja og til að miðla af þekkingu sinni.  Það er ávallt gaman að taka á móti slíkum hópum því krakkarnir eru ævinlega  prúð og stillt og sér og sínum skóla til fyrirmyndar.