Sjálfboðaliðar fá viðurkenningu á Aðalfundi

19. maí 2009

Á Aðalfundi Rauða kross Íslands sem haldinn var í Vík um nýliðna helgi voru tveir sjálfboðaliðar frá deildinni meðal þeirra sem hlutu viðurkenningu Landsfélagsins. Þetta voru þau Aðalheiður Vagnasdóttir, sem m.a. hefur staðið vaktina við fatasöfnun hjá deildinni undanfarin misseri og Sigurður Ólafsson, fyrverandi formaður deildarinnar. Þau fengu bæði viðurkenningu fyrir vel unnin og farsæl störf í þágu Rauða krossins  í gegnum tíðina.
Akureyarardeild óskar þeim hjartanlega til hamingju með viðurkenninguna.