Vettvangsliðar útskrifast

24. maí 2009

Formleg  skólaslit voru  í Sjúkraflutningarskólanum sl. föstudag. Þar voru útskrifaðir nemendur vetrarins og þar á meðal 11 manna hópur frá Rauða krossinum sem lokið hafði námi sem vettvangsliðar ( First- Responder ).  Um er að ræða 40 kennslustunda nám sem að þessu sinni fór fram á Narfastöðum í Reykjadal í tveimur námslotum í febrúar.  Af þessum 11 manna hópi voru 8 manns frá Akureyrardeild.
Hlutverk vettvangsliða er í og með hugsað þannig að vettvangsliði geti verið sá sem fyrstur er á staðin þegar um slys er að ræða og sinni þar viðkomandi þar til frekar læknisaðstoð berst.  Þannig geti vettvangsliði t.d. styrkt mjög heilbrigðisþjónustu út í dreifbýlinu þar sem langt getur verið í næsta sjúkrahús eða heilsugæslu.
Til hamingju með áfangann. !