Viðbragðshópur settur á stofn

27. maí 2009

Settur hefur verið á stofn viðbragðshópur innan neyðarvarnaskipulags Akureyardeildar.
Hópurinn er hugsaður sem stuðningur við lögreglu og Sökvilið Akureyar ef rýma þarf íbúðir vegna bruna eða annarra sambærilegra atburða.
Gengið var frá samkomulagi milli þessara aðila nú í dag. Að því tilefni skoðuðu menn neyðarvarnalager deildarinnar sem unnið hefur verið við að endurskipuleggja að undanförnu.