50 sérfræðingar í barnapössun útskrifast

8. jún. 2009

Um 50 krakkar sóttu námskeiðið Börn og umhverfi sem haldið var hjá deildinni fyrir skemmstu. Um er að ræða tvo hópa og lauk seinni hópurinn sínu námskeiði sl. föstudag.
Námskeiðið Börn og umhverfi er ætlað börnum 11 ára og eldri sem vilja læra að gæta ungra barna.  Þar læra þau m.a.  undirstöðuatriði varðandi umgengni og umönnun barna, helstu áhættuþætti varðandi slys og óhöpp og hvernig bregðast skal við með skyndihjálp svo eitthvað sé nefnt.
Leiðbeinendur á námskeiðinu er fagfólk á þessu sviði, leikskólakennari, hjúkrunarfræðingur og skyndihjálparkennari og ættu þátttakendur að vera vel undirbúin að námskeiðinu loknu.