Sundlaugafólk á námskeiði

19. jún. 2009

Það þarf ekki að hafa um það mörg orð hversu gagnlegt það getur verið að kunna skil á skyndihjálp þegar á reynir. Margir eru enda duglegir og samviskusamir að læra og viðhalda kunnátti sinni á því sviði.  Stærstur hluti af þeim skyndihjálparnámskeiðum sem haldin eru á vegum deildarinnar eru haldin fyrir ýmis fyrirtæki og hópa. Meðal þeirra hópa sem hvað duglegastir eru að sækja námskeið er starfsfólk  sundlauga. 
Á dögunum var starfsfólk sundlauga hér af svæðinu á árlegu námskeiði þar sem fyrst er farið yfir hlutina í kennslustofunni og síðan í lauginni.  Þetta er ágætur tími fyrir sundlaugarnar að senda sitt lið á námskeið því oft er sumarafleysingafólk að mæta til starfa á þessum tíma auk þess sem sundlaugarnar eru hvað mest sóttar yfir sumarið.