Skyndihjalparhópur kemur saman

24. jún. 2009

Í vikunni kom hluti af skyndihjálparhópnum á Norðurlandi saman til skrafs og ráðagerða í Viðjulundi 2. Rædd voru m.a. búnaðarmál, næstu æfingar og vaktir um Verslunarmannahelgina.
Að því loknu fór hópurinn niður á slökkvistöð til æfinga. Sett voru á svið umferðaslys þar sem þátttakendur æfðu björgun úr bílflaki. Að venju hafði hópurinn bæði gagn og gaman af þessum æfingum.