Heimsókn í sumarbúðir fatlaðra á Löngumýri

25. jún. 2009

Þau Hafsteinn Jakobson, framkvæmdastjóri Akureyrardeildar og Guðný Björnsdóttir, svæðisfulltrúi heimsóttu sumarbúðirnar að Löngumýri nú í vikunni.
 
Sumarbúðagestir voru að koma úr flúðasiglingu og var það glaður og ánægður hópur sem  mætti þeim í húsnæði Ævintýraferða. Þegar menn höfðu losað sig við blautgallana var  haldið heim að Löngumýri í miðdagskaffi og eftir smá hvíld var haldið aftur af stað. Þá lá leiðin í sund í Varmahlíð þar sem sumir fóru í sundleikfimi. Aðrir tóku lífinu með ró í heitapottinum eða svömluðu um í lauginni.
 
Að loknum kvöldverði var haldin nærri tveggja tíma löng kvöldvaka þar sem menn gerðu ýmislegt sér til skemmtunar. Að loknu kvöldkaffi þegar gestir voru farnir hem var það að vonum þreyttur hópur sem gekk  til hvílu eftir annasaman og skemmtilegan dag.