Fræðsla Hvammstangadeildar fyrir vinnuskólann

25. jún. 2009

Rúmlega tuttugu nemendur í vinnuskólanum á Hvammstanga fengu fræðslu frá Hvammstangadeild Rauða kross Íslands í vikunni. Á þessum stutta fundi lærðu þau um upphaf Rauða krossins og helstu verkefni hans bæði innanlands sem utan.
 
Krakkarnir spreyttu sig á ýmsum vandamálum og þurftu að finna lausnir á þeim. Þau voru látin gera fyrir skoðunum sínum á hinum ýmsu viðfangsefnum og urðu að færa rök fyrir máli sínu.

Af þessu sköpuðust fjörugar umræður sem greinilega var ekki lokið þegar nemendur héldu heim á leið. Reiknuðu flokkstjórarnir með að umræður yrðu teknar upp aftur daginn eftir og myndu örugglega endast út vikuna.
 
Leiðbeinendur voru þau Hafsteinn Jakobsson, framkvæmdastjóri, Akureyrardeildar og Guðný H. Björnsdóttir, svæðisfulltrúi.