Heimsókn frá Löngumýri

13. júl. 2009

Sl. föstudag kom hópur frá sumarbúðum Rauða krossins á Löngumýri í heimsókn til Akureyrar. Var hópurinn m.a. að kíkja á stemninguna á Landsmóti Ungmennafélags Íslands sem fram fór á Akureyri þá helgina. Fyrir heimför  var komið við í Kjarnaskógi þar sem hópurinn þáði veitingar í boði deildarinnar auk þess sem brugðið var á leik.

Gott framtak hjá starfsfólki sumarbúðanna og ánægjulegt að fá að taka á móti hópnum. 

Sjá má fleiri myndir  hér