Kynningarvika hafin

12. okt. 2009

Nú er kynningarvika Rauðakrossins hafin og að þessu sinni er lögð áhersla á að kynna skyndihjálp, neyðarvarnir og sálræna skyndihjálp.
Einnig er, eins og fram kemur hér ofar á síðunni,   safnað LIÐSAUKA .  Það er nokkurskonar varaliði sem hægt er að kalla út til viðbótar við hefðbundna sjálfboðaliða félagsins. 
Í verslunarmiðstöðinni Glerártorg hefur verið sett upp myndasýnig í tengslum við kynningarvikuna og þar verður einnig dagskrá milli kl. 12 – 16 n.k. laugardag.
Dagskrá kynningarvikunnar má annars finna á baksíðu Hjálparinnar sem ætti að hafa borist inn á heimili landsmanna.