Kynningarvikunni lokið

19. okt. 2009

Sjálfboðaliðar deildarinnar luku Rauðakrossvikunni 2009 með kynningu á starfi félagsins sl. laugardag. Var þá sett upp fjöldahjálparstöð í tjöldum  Glerártorgi þar sem gestir verslunarmiðstöðvarinnar voru skráðir inn og þeim boðið upp á súpu. Einnig var sýning og kennsla í skyndihjálp og þeim sem vildu stóð til boða að láta mæla hjá sér blóðþrýsting og bjóðsykur.
Í tengslum við skráninguna í fjöldahjálparstððinni var búinn til smá happdrættisleikur og í lok kynningarinnar  voru vinningshafar dregnir út.  Vinningshafarnir, Ragnheiður Kjartansdóttir, Una Sigurðardóttir, Erna Haraldsdóttir, Jóel Björgvinsson, Ingibjörg Tómasdóttir og Karólína M. Másdóttir geta nálgast vinningana á skrifstofu Rauða krossins, Viðjulundi 2.