Fjöldahjálparstjórar og skyndihjálparfólk á Viðbragðshópsnámskeiði

26. okt. 2009

Um sl. helgi var haldið Viðbragðshópsnámskeið fyrir þá sem ætla að veita fólki aðstoð á neyðarstundu.  Þannig var farið yfir helsu atriði sem hafa ber í huga þegar starfað er á vettvangi. Fulltrúi frá Slökkviliði sagði frá þeirra hlutverki og sömuleiðis fulltrúi frá Tryggingarfélagi  sem fór yfir aðkomu Tryggingarfélgaganna  þegar fólk verður fyrir tjóni.  Námskeiðið sóttu fyrst og fremst fjöldahjálparstjórar og fólk úr skyndihjálparhópi Rauðakrossins á Norðurlandi.