Tombólubörn styrkja Rauða krossinn

30. okt. 2009

Vinirnir Fannar Már, Atli Snær og Ragnar Hólm gengu í hús og buðu fólki að gefa dót á tombólu sem þeir síðan héldu fyrir utan verslun Samkaupa við Hrísalund á Akureyri.  Þeir söfnuðu með þessu 3.827 krónum sem þeir styrktu  Rauða krossinn með.
Segja má að þeir félagar séu  dæmi  um þau fjölmörgu börn sem árlega styrkja ýmis góð málefni með viðlíka hætti. Og í raun eru þarna á ferð hópar af yngstu sjálfboðaliðum Rauða krossins.  Takk kærleg fyrir ykkar framlag  öll sömul.
Hægt er að skoða myndir af  börnum sem styrkt hafa Rauða krossinn, undir Tombóla,  hér til hægri á síðunni.