Að hafa eitthvað á prjónunum

23. nóv. 2009

Að hafa eitthvað á prjónunum getur svo sannarlega átt við um hana Mörtu Jóhannsdóttur sem um árabil hefur fært Rauða krossinum ýmsan prjónavarning. Nýverið kom hún færandi hendi með peysur, vesti og skokka sem hún hefur verið að prjóna á þessu ári. 
Svo skemmtilega vildi til að Marta hitti einmitt á hóp nemenda úr Giljaskóla sem voru að kynna sér handavinnuverkefnið Föt sem framlag þótti þeim mikið til koma um dugnað Mörtu og glæsileika flíkanna.
Þessa dagana  er verið að undirbúa sendingu sem áætlað er að fari í byrjun desember til Hvíta Rússlands þannig að vonandi á prjónið hennar Mörtu eftir að hlýja einhverjum um komandi jól. Sending þessi inniheldur annars, ásamt ýmsu  öðru, tvö þúsund og fimmhundruð ungbarnapakka sem sjálfboðaliðar  Rauða kross Íslands hafa verið að vinna að í verkefninu  Föt sem framlag.