Nemendur í saumavali skila af sér í Föt sem framlag

3. des. 2009

Í gær kom hópur nemenda úr grunnskólum Akureyrar í heimsókn til að afhenta fatnað og annað sem þau hafa verið að sauma og prjóna undanfranrar vikur. Þau eru öll í svo kölluðu saumavali sem er áfangi sem hægt er að velja sér í náminu. Krakarnir ásamt kennurum höfðu áður komið og fengið kynningu um Rauða krossinn og verkefnið “ föt sem framlag “.  Verkefnið hafa þau síðan notað í náminu og fengu m.a. efni til að vinna með. Þau komu síðan eins og áður segir til að afhenda það sem þau eru búin með því hugmyndin var að koma einhverju af því í gám sem senda á til Hvíta Rússlands nú á næstu dögum.
Í verkefninu er einnig verið að senda fatnað til Malaví og Gambíu og jafnvel víðar í framtíðinni.
Það var ekki annað að heyra en verkefnið henti ágætlega til sauma- og handavinnukennslu  og hafi einnig mjög gott uppeldislegt gildi.
Hvað sem því líður þá er a.m.k. Rauði krossinn áðægður með framlag nemendanna og færir þeim hér með bestu þakkir fyrir.