Góðgerðarvika félagsmiðstöðva

7. des. 2009

Vikuna 30. nóvember til 5. desember var góðgerðavika hjá félagsmiðstöðvunum á Akureyri.   Meðal þess sem ungmennin gerðu þá var að safna jólafötum  og skóm sem þau afhentu í jólafatasöfnun Rauða krossins og Mæðrastyrksnefndar. Einnig söfnuðu þau ýmsum matvælum sem nýtast í aðstoð sem veitt er fyrir jólin.
Á lokadegi góðgerðarvikunnar stóðu ungmennin síðan  fyrir markaði þar sem seldar voru vöfflur og kakó og ljúffengur heimagerður brjóstsykur.
Afrakstur af söfnuninni og markaðnum var síðan afhentur með formlegum hætti í lok dags.  Skemmtilegt framtak og til fyrirmyndar hjá þessum frábæru unglingum.