Hekkluklúbburinn styrkir Rauða krossinn

9. des. 2009

Sjálfboðaliðar Rauða krossins komu saman í vikunni í tilefni aðventunnar líkt og þeir hafa gert undanfarin ár.  Konurnar í Hekluklúbbnum voru þar á meðal og notuðu þær tækifærið og afhentu Rauða krossinum styrk  sem er afrakstur  af sölu á munum sem þær hafa verið að búa til.  Konurnar eru svo sannarlega góður bakhjarl Rauða krossins því auk þess að styrkja starfið svona eins og þær hafa gert undanfarin ár þá hafa þær lagt verkefninu föt sem framlag til urmul af teppum sem þær hafa hekklað. Því til viðbótar eru nokkrar þeirra virkir sjálfboðaliðar í fataflokkun og í verkefninu föt sem framlag.  Sannarlega mikill mannauður fyrir Rauða krossinn í þessum hressu konum.
Hjá Rauða krossinum hitta þær aðra sjálfboðaliða í verkefninu Föt sem framlag  á mánudagsmorgnum en á miðvikudagsmorgnum hittist Hekluklúbburinn í þjónustumiðstöð aldraðra í Víðilundi.