Góð gjöf

18. des. 2009

Deildinni barst góð gjöf á dögunum, styrkur að upphæð 100 þúsund krónur, sem rennur til neyðaraðstoðar innanlands. Þetta er mjög kærkomin gjöf á þessum árstíma. Deildin hefur meðal annars verið í samstarfi við Mæðrastyrksnefnd Kópavogs núna fyrir jólin til að aðstoða Kópavogsbúa og hafa þeir getað fengið matargjafir, föt og annað.

Deildin er þakklát fyrir hvers kyns gjafir sem styrkja starf hennar og sendir sínar bestu þakkir til allra sem styrktu hana á þessu ári.