Handverksmarkaður á laugardaginn 17. apríl

12. apr. 2010

Kópavogsdeildin heldur handverksmarkað á laugardaginn 17. apríl kl. 11-16 í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11. Markaðurinn er lokaverkefni nemenda Menntaskólans í Kópavogi í áfanga um sjálfboðið Rauða kross starf. Einnig koma fleiri sjálfboðaliðar úr ýmsum verkefnum Kópavogsdeildar að markaðnum.

Selt verður fjölbreytt handverk sjálfboðaliða í verkefninu Föt sem framlag eins og fallegar sauma- og prjónavörur á allan aldur. Kökur og heimagert góðgæti verður einnig til sölu og þá verður selt föndur - lyklakippur og brjóstsykur - sem yngstu sjálfboðaliðar deildarinnar úr Enter og Eldhugum hafa búið til. Auk þess verður handverk frá Mósambík til sölu, s.s. litríkar töskur, skartgripir og batík-myndir. Allur ágóði af sölunni rennur til verkefna innanlands.

Hér er tækifæri til að verða sér úti um fallegt handverk, kaupa sumargjafir og styrkja um leið gott málefni.

Kópavogsdeild vonast til að sjá sem flesta leggja leið sína á markaðinn!