Samvera heimsóknavina í gær

14. apr. 2010

Mánaðarleg samvera heimsóknavina var haldin í sjálfboðamiðstöðinni í gær. Samverur fyrir heimsóknavini eru haldnar annan þriðjudag í hverjum mánuði og eru hugsaðar sem tækifæri fyrir heimsóknavini til að eiga ánægjulega stund saman. Reglulega er boðið upp á ýmis konar fræðslu eða erindi og í gær kom Sigurður Erlingsson í heimsókn. Hann heldur úti vefsíðunni velgengni.is og hélt erindi um jákvæðni, sjálfstyrkingu og velgengni.  Hann ræddi meðal annars um útgeislun, sjálfstraust og samskipti og höfðu heimsóknavinirnir gaman af. Þeir geta vonandi nýtt sér þetta ásamt því að miðla inntakinu til gestgjafa sinna.

Á samverunum eru heimsóknavinir á hjúkrunarheimilum, sambýlum aldraðra, Rjóðrinu, Dvöl, einkaheimilum og ýmsum stofnunum í Kópvogi. Þeir sem vilja slást í hópinn geta haft samband við deildina í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is.