Sjálfboðaliðar á leiksýninguna Gerplu

3. maí 2010

Fjöldi sjálfboðaliða nýtti sér boð Þjóðleikhússins á leiksýninguna Gerplu. Hægt var að velja um þrjár sýningar og alls fóru 45 sjálfboðaliðar á sýningarnar þrjár. Deildin þakkar leikhúsinu fyrir þessa rausnarlegu gjöf en með henni gat hún umbunað sjálfboðaliðum sínum.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins vinna óeigingjarnt starf sem er íslensku samfélagi afar dýrmætt. Starf sjálfboðaliðanna skilar árangri og veitir þeim ánægju sem njóta aðstoðar þeirra. Sú ánægja er gagnkvæm. Kópavogsdeild leitast við að skapa sjálfboðaliðum sínum áhugaverð störf og umbuna þeim meðal annars með skemmtilegum uppákomum eins og leikhúsferðum með reglulegu millibili.

Sífellt er þörf fyrir fleiri sjálfboðaliða til að sinna fjölbreyttum verkefnum og þeir sem vilja taka þátt í gefandi starfi geta haft samband við deildina með því að hringja í síma 554 6626 eða senda tölvupóst á [email protected].