Ókeypis námskeið fyrir börn í júní og ágúst

26. maí 2010

Kópavogsdeild heldur tvö ókeypis í sumar. Námskeiðið „Gleðidagar – ungur nemur gamall temur“ verður dagana 14., 15., 16. og 18. júní og er fyrir 6-12 ára börn á höfuðborgarsvæðinu. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Öldrunarráð Íslands og er markmiðið að þeir yngri læri af þeim eldri. Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða að mestu eldri borgarar. Hægt er að skrá sig með því að smella hér.

Námskeiðið „Mannúð og menning“ fyrir börn á aldrinum 7-9 ára (fædd 2001-2003) verður haldið 3.-6. ágúst. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á fræðslu og leiki í tengslum við hugsjónir Rauða krossins um mannúð og óhlutdrægni. Þátttakendur fræðast um Rauða kross starf, skyndihjálp, mismunandi menningarheima og umhverfið. Hægt er að skrá sig með því að smella hér.

Á báðum námskeiðunum þurfa þátttakendur að hafa með sér nesti en hádegismatur er innifalinn. Bæði námskeiðin eru kl. 9-16 í sjálfboðamiðstöð deildarinnar í Hamraborg 11, 2. hæð.