Mannúð og menning - nokkur sæti laus!

26. júl. 2010

Námskeið er fyrir börn á aldrinum 7-9 ára (fædd 2001-2003) 3.-6. ágúst kl. 9-16 í sjálfboðamiðstöð deildarinnar í Hamraborg 11, 2. hæð. Skráning er til 30. júlí.

Á námskeiðunum „Mannúð og menning" er lögð áhersla á fræðslu og leiki í tengslum við hugsjónir Rauða krossins um mannúð og óhlutdrægni. Þátttakendur fræðast um Rauða kross starf, skyndihjálp, mismunandi menningarheima og umhverfið.

Skráning og nánari upplýsingar á kopavogur@redcross.is