Vel heppnað námskeið Mannúð og menning

9. ágú. 2010

Deildin stóð fyrir námskeiðinu Mannúð og menning í síðustu viku fyrir börn á aldrinum 7-9 ára. Á námskeiðinu er lögð áhersla á fræðslu og leiki í tengslum við hugsjónir Rauða krossins um mannúð og óhlutdrægni. Þátttakendurnir fræddust um Rauða kross starf, skyndihjálp, mismunandi menningarheima og umhverfið. Þá nýttu þau góða veðrið og fóru í leiki úti. Námskeiðinu lauk svo í Nauthólsvíkinni með góðri samveru.

Deildin bauð upp á námskeiðið þátttakendunum að kostnaðarlausu og voru glöð börn í sjálfboðamiðstöð alla vikuna.