Góður hópur vina styrkir Rauða krossinn

12. ágú. 2010

Vinirnir Herta Benjamínsdóttir, Freyja Ósk Héðinsdóttir, Aron Yngvi Héðinsson, Ásta Hind Ómarsdóttir, Lára Sigurðardóttir, Mjöll Ívarsdóttir, Kolka Ívarsdóttir, Katla Rut Róbertsdóttir Kluvers og Gísli Jón Benjamínsson héldu tombólu fyrir utan sundlaug Kópavogs í sumar og söfnuðu alls 6.768 kr. til styrktar Rauða krossinum. Þau eru öll í Kársnesskóla. Framlag þeirra rennur í sameiginlegan hjálparsjóð á landsvísu sem ráðstafað er einu sinni á ári í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.

Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar. Þeir sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni geta komið í sjálfboðamiðstöðina alla virka daga á milli kl. 10-16.