Prjónakaffi á miðvikudaginn

23. ágú. 2010

Sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag hittast miðvikudaginn 25. ágúst kl. 15-18 í prjónakaffi í húsnæði deildarinnar. Sjálfboðaliðarnir prjóna og sauma ungbarnaföt sem síðan eru send erlendis til barna og fjölskyldna í neyð. Þeir hittast síðasta miðvikudaginn í hverjum mánuði og eiga ánægjulega stund saman yfir prjónunum. Á staðnum verður garn og prjónar og nýir sjálfboðaliðar eru alltaf velkomnir í hópinn.

Hægt er að mæta í prjónakaffið og skrá sig í hópinn eða hafa samband við deildina í síma 554 6626 eða á kopavogur@redross.is.

Þeir sem vilja gefa garn í verkefnið geta einnig haft samband við deildina eða komið í Hamraborg 11, 2. hæð.