Við þurfum fleiri sjálfboðaliða - Vertu með!

25. ágú. 2010

Undirbúningur er nú í fullum gangi fyrir hauststarf deildarinnar og vantar sjálfboðaliða í ýmis verkefni. Það vantar heimsóknavini í heimsóknaþjónustu, sjálfboðaliða til að vinna með innflytjendum og ungu fólki. Þá vantar sjálfboðaliða í námsaðstoð, athvarfið Dvöl og í átaksverkefni. Verkefnið Föt sem framlag er einnig í boði fyrir áhugasama.

Hægt er að hafa samband við deildina til að fá frekari upplýsingar í síma 554 6626 eða á kopavogur@redcross.is. Þá er einnig hægt að kynna sér verkefnin og sjálfboðaliðastarfið með því að koma í húsnæði deildarinnar í Hamraborg 11, 2. hæð. Upplýsingar um verkefnin er einnig að finna hér til vinstri á síðunni.