Ungir sjálfboðaliðar

1. sep. 2010

Sylvía Þorleifsdóttir afhenti í gær Kópavogsdeild Rauða krossins afrakstur tombólu sem hún hélt í Hamraborginni á laugadaginn. Sylvía naut aðstoðar systur sinnar og frænda en alls söfnuðust 2.200 krónur. Þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn. Framlagið rennur í sameiginlegan hjálparsjóð á landsvísu sem ráðstafað er einu sinni á ári í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.

Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar. Þeir sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni geta komið í Rauðakrosshúsið Hamraborg 11 alla virka daga á milli kl. 10-16.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefnum deildarinnar geta haft samband við deildina í síma 554 6626 og á kopavogur@redcross.is