Starfsmaður óskast

7. sep. 2010

Kópavogsdeild Rauða kross Íslands auglýsir eftir starfsmanni í 25% stöðugildi til sinna opnu húsi fyrir atvinnuleitendur í Kópavogi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni:
• Umsjón með opnu húsi í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11
• Samskipti við gesti og sjálfboðaliða
• Þátttaka í viðburðum og öðrum verkefnum deildarinnar

Hæfniskröfur:
• Sjálfstæði, metnaður og  frumkvæði í starfi
• Framúrskarandi þjónustulund
• Góðir skipulagshæfileikar
• Góð samskiptahæfni og reynsla af mannlegum samskiptum
• Stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfinu

Skriflegar umsóknir skulu berast Kópavogsdeild Rauða krossins Hamraborg 11, 200 Kópavogur eigi síðar en 20. september nk.  Umsóknir má einnig senda á linda@redcross.is. Nánari upplýsingar veitir Linda Ósk Sigurðardóttir framkvæmdastjóri í síma 554 6626.