Kynningarfundur í kvöld á verkefnum deildarinnar

13. sep. 2010

Deildin verður með kynningarfund á starfi og verkefnum deildarinnar fyrir áhugasama mánudaginn 13. september kl. 18-19. Þá verður hægt að kynna sér hin ýmsu verkefni eins og heimsóknaþjónustuna, Föt sem framlag, ungmennastarfið, Nýttu tímann, neyðarvarnir, starf með innflytjendum, námsaðstoð og átaksverkefni. Um er að ræða verkefni sem henta körlum jafnt sem konum og fólki á öllum aldri. Þeir sem hafa áhuga geta gerst sjálfboðaliðar á staðnum.

Nánari upplýsingar í síma 554 6626 og á kopavogur@redcross.is.

Áhugasamir eru hvattir til að mæta í húsnæði deildarinnar í Hamraborg 11, 2. hæð!