Tombóla til styrktar Rauða krossinum

14. sep. 2010

Selma Margrét Gísladóttir og Júlíana Lind Guðlaugsdóttir komu í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar á dögunum og gáfu Rauða krossinum 5.500 kr. Þær höfðu haldið tombólu fyrir utan Kaupfélag Norðurfjarðar í sumar og varð þetta afraksturinn. Framlag þeirra rennur í sameiginlegan hjálparsjóð á landsvísu sem ráðstafað er einu sinni á ári í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.

Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar. Þeir sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni geta komið í sjálfboðamiðstöðina alla virka daga á milli kl. 10-16.