Hönnunarhópur Plússins

23. sep. 2010

Nú er starf hönnunarhóps Plússins, ungmennastarfs Kópavogsdeildar fyrir 16-24 ára, komið á fullt skrið á nýju hausti. Á fyrstu samverunni fengu sjálfboðaliðarnir leiðsögn frá Marín Þórsdóttur sem kenndi þeim að útfæra skart og klæði úr notuðu efni. Þá sýndi hún þeim ýmsar vefsíður og hagnýtar upplýsingar sem hægt er að styðjast við þegar föndrað er. Á haustönn mun hópurinn miða að því að hanna og búa til vörur úr notuðum fötum og efnum og selja á handverksmarkaði deildarinnar sem haldinn verður 20. nóvember næstkomandi. Hópurinn hittist aðra hverju viku í húsnæði deildarinnar.

Deildin hvetur ungmenni til að koma og vera með í spennandi starfi og láta gott af sér leiða. Innan Plússins er einnig hægt að finna fleiri verkefni við hæfi og hægt er að skrá sig í þau með því að smella hér.