Margir styrkja Rauða krossinn með tombólu

23. sep. 2010

Mörg börn og ungmenni styrkja Rauða krossinn á hverju ári með því að halda tombólu og nýlega komu tveir vinahópar í húsnæði deildarinnar með afraksturinn af tombólu. Heiða Björk Garðarsdóttir, Ástrós Gabríela Davíðsdóttir og Aníta Björk Káradóttir héldu tvisvar tombólu fyrir utan Bónus í Ögurhvarfi og söfnuðu rúmum 7.000 kr. Þær höfðu safnaði dóti í Vatnsendahverfinu en gáfu líka eigið dót. Þær ákváðu að styrkja Rauða krossinn þar sem þær vildu styrkja gott málefni og þeim finnst hreyfingin vera að gera góða hluti um allan heim

Annar hópur hélt svo tombólu í sumar en hann safnaði líka um 7.000 kr. Það voru þau Kara Kristín Ákadóttir, Alex Rúnar Ákason, Emma Kristín Ákadóttir, Halla Rakel Long, Gunnhildur Jóa Árnadóttir, Hekla Margrét Árnadóttir og Elín Helena Karlsdóttir.

Kara Kristín, Alex Rúnar, Emma Kristí, Halla Rakel, Gunnhildur Jóa, Hekla Margrét og Elín Helena.

Framlag hópanna tveggja rennur í sameiginlegan hjálparsjóð á landsvísu sem ráðstafað er einu sinni á ári í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert. Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar. Þeir sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni geta komið í Rauðakrosshúsið Hamraborg 11 alla virka daga á milli kl. 10-16.