Göngum til góðs í dag!

2. okt. 2010

Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar og annarra deilda Rauða krossins ganga í hús um allt land með söfnunarbauka í dag til að safna fé til verkefna Rauða krossins í Afríku.

Söfnunarstöðvarnar Kópavogsdeildar opna kl. 10 í morgun en deildin er með átta söfnunarstöðvar í Kópavogi, Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, í Sundlaug Kópavogs, Digranesskóla, Snælandsskóla, Smáraskóla, Vatnsendaskóla, í Sundlauginni Versölum og Dvöl, Reynihvammi 43.  Þeir sem vilja ganga til góðs í Kópavogi eru hvattir til að mæta á einhverja af söfnunarstöðvum deildarinnar, skrá sig, fá söfnunarbauk og götu úthlutað og ganga af stað.  Þá eru sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar með söfnunarbauk á nokkrum fjölförnum stöðum í bænum.

Rauði krossinn er einnig með opin söfnunarsíma og dregst upphæðin sem gefin er frá næsta símreikningi.

Símar Rauða krossins eru:

904 1000 – til að styrkja um 1.000 kr.
904 3000 – til að styrkja um 3.000 kr.
904 5000 – til að styrkja um 5.000 kr.