Takk fyrir stuðninginn!

2. okt. 2010

Kópavogsdeild þakkar öllum þeim sjálfboðaliðum sem lögðu okkur lið í landssöfnuninni Göngum til góðs. Framlag sjálfboðaliða er deildinni mikils virði. Þá þökkum við bæjarbúum fyrir góðar móttökur, framlag ykkar og stuðningur ykkar skiptir okkur miklu máli. Alls lögðu 289 sjálfboðaliðar söfnuninni lið í Kópavogi og gengu í  hús í bænum.

Enn er hægt að gefa í söfnunina með því að hringja í söfnunarsíma Rauða krossins:

904 1000 – til að styrkja um 1.000 kr.
904 3000 – til að styrkja um 3.000 kr.
904 5000 – til að styrkja um 5.000 kr.
 

Íslandsmeistaralið Blika í fótbolta lagði sitt af mörkum í söfnuninni og var vel tekið þar sem þeir gengu í hús í Kópavogi.