Nemendur Menntaskólans í Kópavogi kynntu sér alþjóðastarf Rauða krossins

13. okt. 2010

Nemendur í áfanganum Félagsfræði þróunarlanda, sem kenndur er í Menntaskólanum í Kópavogi, fengu kynningu á alþjóðastarfi Rauða kross Íslands í vikunni. Verkefnastjóri alþjóðamála hjá Kópavogsdeild kynnti starfið en það er orðinn fastur liður í áfanganum að nemendur fái fræðslu um þetta málefni einu sinni á önn. Markmiðið er að veita nemendum innsýn í alþjóðaverkefni félagsins og að þau geti sett þau í samhengi við efnið sem fjallað er um í áfanganum. Eftir fræðsluna vinna svo nemendur verkefni og skýrslu.

Verkefnastjóri útskýrði meðal annars hvernig söfnunarféð í landssöfnuninni Göngum til góðs mun nýtast í verkefnum Rauða kross Íslands í Malaví og Síerra Leóne til stuðnings börnum sem eiga um sárt að binda. Þá fengu nemendurnir fræðslu um viðamikil  þróunarverkefni sem Rauði krossinn sinnir og áherslur í þeim efnum. Auk þess fengu þeir stutta kynningu á starfi Kópavogsdeildar og vinadeildastarfinu sem hún sinnir. 

Seinni hópurinn í  Rauðakrosshúsinu í Hamraborg 11.