Sjálfboðaliðar úr Basarhópi og Hönnunarhópi Plússins útbúa handverk fyrir vorbasar Kópavogsdeildar

2. mar. 2012

Undirbúningur fyrir vorbasar Kópavogsdeildar er nú í fullum gangi í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg. Basarhópur hittist alla þriðjudaga frá kl.10-14 og Hönnunarhópur Plússins hittist annan hvern fimmtudag kl.19.30-21.

Sjálfboðaliðarnir í hópunum eru að prjóna húfur, trefla, kraga og vettlinga. Sauma svuntur og töskur, handgera fylgihluti og hárskraut, þæfa ljósaseríur og margt fleira. Fyrir utan varninginn sem þessir tveir hópar útbúa þá munu sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag einnig leggja til margskonar prjónavörur á basarinn.

Að þessu sinni munu sjálfboðaliðar úr Menntaskólanum í Kópavogi einnig útbúa bakkelsi, taka þátt í að undirbúa basarinn, sjá um að dreifa auglýsingum og  standa síðan vaktina á sjálfum basarnum ásamt öðrum sjálfboðaliðum.

Basarinn verður haldinn þann 14. apríl næstkomandi  frá kl. 12-16 og  allur ágóði mun renna til verkefna deildarinnar innanlands.

Á myndunum er Basarhópur Kópavogsdeildar og sýnishorn af afurðum hópsins.

[Mynd 2]

[Mynd 1]