Kópavogsdeild tók þátt í aðventuhátíð á Hálsatorgi

29. nóv. 2010

Á laugardaginn var tók Kópavogsdeild þátt í aðventuhátið Kópavogsbæjar sem haldin var á Hálsatorgi. Þar buðu sjálfboðaliðar deildarinnar upp á heittu kakó og piparkökur fyrir gesti og gangandi á meðan á skemmtiatriðum stóð og ljósin voru tendruð á jólatrénu. Eldhugar úr unglingastarfi deildarinnar tóku einnig þátt í hátíðinni og sáu meðal annars um að ferja kakó á milli staða, dreifa bæklingum og gefa piparkökur.

Margir þáðu kakósopann með þökkum og styrktu deildina með framlagi eða skráðu sig til að kynnast frekar starfi deildarinnar. Þá var fjölbreytt dagskrá í boði á Hálsatorgi, kór Kársnesskóla söng og jólasveinar kíktu í heimsókn.

Eftir að aðventuhátíðinni lauk voru sjálfboðaliðar úr leikhóp Plússins, ungmennastarfi Kópavogsdeildar, með stutta leiksýningu á Jólasögu Charles Dickens í Molanum, ungmennahúsi Kópavogs, og fengu þeir góðar undirtektir. 
 

Eldhugarnir stóðu líka vaktina á laugardaginn.