Sjálfboðaliðagleði á mánudag - alþjóðadagur sjálfboðaliðans

3. des. 2010

Kópavogsdeild heldur upp á alþjóðadag sjálfboðaliðans mánudaginn 6. desember kl. 19.30-21.30 með gleði fyrir sjálfboðaliða deildarinnar. Við hvetjum því alla sjálfboðaliða okkar til að mæta og eiga skemmtilega kvöldstund saman í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi í Hamraborg 11. 

Dagskrá:
Kl. 19.30 - Velkomin
Kl. 19.45 - Sjálfboðaliði heiðraður
Kl. 20.00 - Tónlist og söngur, Stefán Helgi Stefánsson tenórsöngvari og Margrét Sesselja Magnúsdóttir
Kl. 20.30 – Kaffi, léttar veitingar í boði
Kl. 20.40 – Upplestur, Einar Kárason les upp úr bók sinni, Mér er skemmt
Kl. 21.00 - Nemendur í Tónlistarskóla Kópavogs flytja nokkur lög
Kl. 21.30 - Happadrætti og dagskrálok