Síðasti dagurinn fyrir umsóknir vegna jólaaðstoðar í Kópavogi

6. des. 2010

Í dag, mánudag, er síðasti dagurinn fyrir Kópavogsbúa til að sækja um neyðaraðstoð hjá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs og Kópavogsdeild Rauða krossins fyrir jólin. Hægt verður að koma í Rauðakrosshúsið í Hamraborg 11, 2. hæð, og fylla út umsókn til kl. 16 í dag.

Nefndin mun svo úthluta matvörum, jólapökkum og fleiri nauðsynjum vegna jólanna í húsnæði nefndarinnar að Fannborg 5 dagana 14., 15. og 16. desember frá 16-19.

Hægt er að fá nánari upplýsingar með því að hafa samband við deildina í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is.