Sjálfboðaliða vantar í Viðbragðshóp Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu

16. des. 2010

Viðbragðshópurinn sinnir neyðaraðstoð fyrir óslasaða þolendur á vettvangi bruna, vatnstjóna, rýmingu á húsnæði og annarra alvarlegra atburða sem lenda utan skipulags almannavarna.

Hópfélagar eru á bakvakt í viku í senn og taka ítarlegt námskeið á vegum Neyðarnefndar höfuðborgarsvæðisins áður en þeir hefja störf, m.a. í sálrænum stuðningi og úrlausnum eftir tjón. Hópurinn starfar undir Neyðarnefndinni og hún velur einstaklinga í hann. Aldurstakmark í Viðbragðshóp er 23 ár.

Næsta námskeið fyrir verðandi sjálfboðaliða í viðbragðshóp er fyrirhugað um miðjan febrúar og inntökuviðtöl hefjast síðustu vikuna í janúar.

Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við svæðisfulltrúa höfuðborgarsvæðisins, Silju Ingólfsdóttur, með tölvupósti á silja@redcross.is, fyrir 20. janúar 2011.