Duglegir krakkar söfnuðu 18.000 kr. til styrktar Rauða krossinum

4. jan. 2011

Sigurrós, Sólveig Birna, Sverrir Haukur, Stefán, Sindri, Guðjón Valur og Ísar, nemar í 4.bekk í Álfhólsskóla, færðu á dögunum Kópavogsdeild afrakstur söfnunar til styrktar Rauða krossinum. Börnin héldu í heildina 6 tombólur og söfnuðu heilum 18.000 krónur. Þau gengu í hús til að safna dóti og héldu tombólur á fjölbreyttum stöðum í bænum, líkt og Nótatúni, Krónunni og fyrir utan Bónus en að þeirra sögn tók fólk mjög vel í þetta framtak þeirra.

Afrakstur tombólunnar rennur í sameiginlegan hjálparsjóð á landsvísu. Það er ráðstafað einu sinni á ári úr sjóðnum í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.

Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar. Þeir sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni geta komið í Rauðakrosshúsið í Kópavogi alla virka daga á milli klukkan 10 og 16.