Fjölbreytt námskeið í boði

12. jan. 2011

Kópavogsdeild býður reglulega upp á fjölbreytt námskeið og hér á síðunni er hægt að fá upplýsingar og skrá sig á næstu námskeið. Námskeiðin eru kennd í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2 hæð.

Tvö námskeið í almennri skyndihjálp verða haldin, það fyrra  21. febrúar og það seinna 28. febrúar. Farið verður yfir grundvallaratriðið í skyndihjálp og endurlífgun.

Námskeið í sálrænum stuðningi verður svo 14. mars en þar fræðast þátttakendur um gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum.

Námskeiðið Slys og veikindi barna fer fram 14. og 15. febrúar. Þá verður meðal annars fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri.

Í maí og júní verður svo námskeiðið Börn og umhverfi fyrir ungmenni á 12. aldursári og eldri. Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn auk slysavarna og skyndihjálpar. Námskeiðin verða nánar auglýst síðar.

Áhugasamir er eindregið hvattir til að skrá sig á námskeiðin með því að smella á hlekkina hér fyrir ofan eða hafa samband við deildina í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is.  Þátttakendur á öllum námskeiðunum fá staðfestingarskírteini frá Rauða krossinum.