Gjöf til Kópavogsdeildar

26. jan. 2011

Kópavogsdeild Rauða krossins fékk í síðustu viku góða gjöf þegar Powertalk deildin Fífa í Kópavogi afhenti deildinni gjafabréf í tilefni að 25 ára afmæli sínu. Um er að ræða námskeið í sex þáttum handa atvinnuleitendum í Kópavogi eða til þeirra sem deildin telur að komi að gagni innan Kópavogsdeildar.

Námskeiðið er ætlað 10-15 manns og verður haldið um miðjan mars. Þjálfunarsamtökin POWERtalk International eru alþjóðlegur félagsskapur sem býður upp á markvissa þjálfun í öflugum tjáskiptum svo sem ræðumennsku, félagsmálum, fundarsköpum og mannlegum samskiptum, ásamt  skipulagningu og stjórnun, með sjálfsnámi og jafningjafræðslu. Grunnþjálfunin fer fram í deildum og eru þær starfræktar á nokkrum stöðum á landinu.

Kópavogsdeild þakkar Fífu frábært framtak, hlýhug og veit að námskeiðið á eftir að nýtast atvinnuleitendum og sjálfboðaliðum deildarinnar vel.

Kynning á Powertalk verður haldin í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, föstudaginn 18. febrúar kl. 12. Allir velkomnir!